Upptök
nýrra
hefða
Upptök
nýrra
hefða

Um OTO
OTO er glænýr veitingastaður í hjarta Reykjavíkur, við Hverfisgötu 44. Matseðillinn er innblásinn af matargerð Japans og Ítalíu. Réttirnir eru vandlega gerðir til að bæta og skapa einstaka matreiðsluupplifun.
Andrúmsloftið á OTO er þægilegt og afslappað sem gerir veitingastaðinn að einstökum stað til njóta í mat og drykk. Réttirnir eru ekki bara ljúffengir heldur líka sjónrænir, aðlaðandi og sýna kunnáttu og sköpunargáfu kokksins.
Til að bæta við upplifunina er boðið upp á úrval af kokteilum bæði klassískum og eigin kokteilum sem munu vekja hrifningu.
OTO notar eingungis sérvalin hráefni og því bíður þín einstök matarupplifun sem þú vilt ekki missa af.

Sigurður Laufdal
Sigurður Laufdal er eigandi og yfirmatreiðslumaður staðarins, en Sigurður hefurkomið víða við á sínum ferliog er einn rómaðasti matreiðslumaður landsins. Sigurður hefur m.a. keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or í tvígang, unnið á virtum Michelin veitingastöðum í Danmörku og Finnlandi.
Á OTO mætast áhrif Ítalíu og Japans í matargerð í fjölbreyttum matseðli sem samanstendur af mörgum réttum, stórum og smáum. Einnig er verður í boði sérstakur leikhúsmatseðill sem verður í boði alla dag á sérstökum tíma dags. Hér sækir Sigurður innblástur til Japans og Ítalíu og á matseðlinum má finna ýmsa rétti sem eru með áherslur á sitt hvað.
